13 líkamárásir á höfuðborgarsvæðinu

Fangageymslur fylltust hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt.
Fangageymslur fylltust hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. mbl.is/Júlíus

Tilkynnt var um 13 líkamárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt en í flestum tilfellum var um að ræða áflog og pústra milli manna.  Ein þeirra er talin meiriháttar líkamsáras og var aðili fluttur nokkuð slasaður á slysadeild.

Í Hafnarfirði var maður laminn með kylfu og var hann fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn handtekinn. Annar var fluttur á slysadeild þar sem talið var að hann hefði farið úr axlarlið í áflogum í Austurstræti

Lögregla braut sér einnig leið inn í íbúð í austurborginni vegna áfloga en ekki var svarað er lögregla knúði dyra.  Einn aðili handtekinn þar og vistaður í fangageymslu

Þá réðust tveir aðilar að manni í miðborginni, börðu hann nokkuð illa og rændu hann veski sínu. Hann var fluttur nokkuð slasaður á slysadeild en árásarmennirnir komust undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert