Æskilegt að framlengja kjarasamninga

Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag
Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði við frétta­menn í kvöld að eitt af því, sem rætt hefði verið um við aðila vinnu­markaðar væri hvort fram­lengja eigi gild­andi kjara­samn­inga. Hann sagði vissu­lega æski­legt við þess­ar aðstæður ef hægt væri að fram­lengja kjara­samn­inga, sem ella væru laus­ir í fe­brú­ar eða mars á næsta ári.

Geir ræddi við frétta­menn í Ráðherra­bú­staðnum laust eft­ir klukk­an 18 í kvöld en hann hef­ur setið þar á fund­um í all­an dag. Geir vildi lítið upp­lýsa um það sem þar hefði farið fram en sagði, að aðilar vinnu­markaðar muni koma til fund­ar við ráðherra í kvöld klukk­an 20. Hann sagði að hluti þeirra aðgerða, sem hafa verið  í und­ir­bún­ingi, þyrfti að vera frá­geng­inn áður en fjár­mála­markaðir verða opnaðir hér á landi í fyrra­málið; annað mætti bíða.

Hann sagðist ekk­ert geta tjáð sig um spurn­ing­ar frétta­manna um hvort Kaupþing muni kaupa Glitni eða hvort Lands­bank­inn yrði seld­ur nauðung­ar­sölu til Kaupþings. Hann vísaði til þess að stjórn­ir banka tækju ákv­arðanir um sam­ein­ing­ar.

Geir sagðist ekki geta svarað því hvort samn­ing­ar hefðu náðst við er­lenda seðlabanka. Þegar Geir var spurður hvað rætt hefði verið um við for­ráðamenn bank­anna í dag sagðist hann ekki geta sagt það en það væri bankakreppa í heim­in­um, hugs­an­lega sú mestra sem orðið hefði frá ár­inu 1914 en krepp­an væri orðin al­var­legri úti í heimi en sú sem varð á fjórða ára­tug síðustu ald­ar.

„Það reyn­ir hver að bjarga sjálf­um sér við þess­ar aðstæður," sagði Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert