Allir róa í sömu átt

Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, hefur setið á fundum …
Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, hefur setið á fundum með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, yf­ir­gaf Ráðherra­bú­staðinn um klukk­an 13 og sagðist vera á leið upp í viðskiptaráðuneyti til að halda áfram vinnu þar. Hann sagði, að fé­lag­ar sín­ir í rík­is­stjórn­inni myndu funda með verka­lýðshreyf­ing­unni síðar í dag.

Björg­vin sagði fátt við blaðamenn og vildi ekki segja hvenær eitt­hvað yrði látið upp­skátt um vinnu helgar­inn­ar en það yrði gert um leið og mögu­legt væri.

Hann sagði að mik­il funda­höld hefðu verið um þá efna­hagserfiðleika, sem steðjað hafa að Íslend­ing­um og þar væri allt und­ir. Hann lagði áherslu á, að all­ir sem að mál­inu hefðu komið væru að róa í sömu átt. Össur Skarp­héðins­son hef­ur einnig yf­ir­gefið Ráðherra­bú­staðinn en eft­ir sitja ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks.

Jón Sig­urðsson, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri og fyrr­ver­andi for­stjóri Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans, kom af fundi í Ráðherra­bú­staðnum nú eft­ir há­degið en vildi ekki ræða við frétta­menn.
Þá sat Jón Steins­son, dós­ent í hag­fræði við Col­umb­ia-há­skóla, einnig fund með rík­is­stjórn­inni í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert