Ekki þörf á aðgerðarpakka

Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag
Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag mbl.is/Brynjar Gauti

„Þessi helgi hef­ur skilað því að við telj­um núna ekki leng­ur nauðsyn­legt að vera með sér­stak­an pakka með aðgerðum,“ sagði Geir H. Haar­de þegar hann gekk af fundi með rík­is­stjórn­inni í Ráðherra­bú­staðnum fyr­ir stundu.

Hann sagðist ánægður með fundi helgar­inn­ar, nú væri ekki leng­ur jafn­mik­il spenna í mál­un­um eins og verið hefði fyr­ir helgi. Hann sagði al­menna sam­stöðu ríkja um að ís­lensku bank­arn­ir þurfi nú að minnka um­svif sín á er­lendri grundu.

„Ég er mjög ánægður með viðbrögð aðila vinnu­markaðar­ins um það sem við höf­um rætt við þá. Við höf­um verið að fara yfir þessi mál öll með ís­lensku bönk­un­um til að tryggja fjár­mála­stöðug­leika og inni­stæðu al­menn­ings í banka­kerf­inu og ég er mjög ánægður með það að bank­arn­ir ætli að minnka við sig.  Það er mjög góður vilji hjá bönk­un­um um að selja eign­ir í út­lönd­um og ég tel að það sé nauðsyn­legt.“

Geir sagði að ekki yrði gripið til neinna sér­stakra ráðstaf­ana hér og nú og hann teldi held­ur ekki ástæðu til þess. Hann neitaði því að búið væri að út­vega 500 millj­arða lánalínu frá Seðlabanka Evr­ópu. Hann vildi ekki gefa upp hvort von væri á til­kynn­ingu fyr­ir opn­un markaða í fyrra­málið.

Fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú lokið og sagðist Geir vera á leið á fund með þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Svo ætla ég heim og von­ast til að geta fengið smá hvíld. Það er varla að ég sé bú­inn að borða morg­un­mat.“

Ekki verður fundað með full­trú­um líf­eyr­is­sjóðanna í kvöld eða nótt en stefnt er að fundi klukk­an 11 í fyrra­málið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert