Fundi lokið með SA og ASÍ

Vilhjálmur Egilsson hefur setið á stöðugum fundum um helgina.
Vilhjálmur Egilsson hefur setið á stöðugum fundum um helgina. mbl.is/Brynjar Gauti

 Full­trú­ar vinnu­markaðar­ins og verka­lýðsins fóru af fundi með for­sæt­is­ráðherra í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu nú um níu­leytið í kvöld eft­ir klukku­stund­ar lang­an fund. Stuttu eft­ir að fund­in­um lauk komu Glitn­is­menn í Ráðherra­bú­staðinn.

Full­trú­ar vinnu­markaðar­ins og verka­lýðsins fóru af fundi með for­sæt­is­ráðherra í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu um níu­leytið í kvöld eft­ir klukku­stund­ar lang­an fund.

Þau Vil­hjálm­ur Eg­ils­son og Þór Sig­fús­son hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og Grét­ar Þor­steins­son, Ingi­björg R. Guðmunds­dótt­ir og Gylfi Arn­björns­son hjá Alþýðusam­bandi Íslands mættu til fund­ar kl. 20 eins og boðað hafði verið. Þau vildu lítið tjá sig við frétta­menn og sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son að sjálf hefðu þau ekki fengið nógu skýr svör til að geta gefið neitt uppi.

Ögmund­ur Jónas­son og Ei­rík­ur Jóns­son, sem sitja í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins sátu einnig fund­inn með SA og ASÍ. „Fund­ur­inn var ákaf­lega gagn­leg­ur,“ sagði Ögmund­ur. „Rík­is­stjórn­in fór yfir stöðu mála, en enn er það svo að henni verður best lýst sem stóru spurn­ing­ar­merki, því það eru ekki kom­in nægi­lega skýr svör frá fjár­mála­stofn­un­um til að líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu reiðubún­ir að gera upp sinn hug um hvort þeir séu til­bún­ir að flytja fjár­magn til lands­ins.“

„Við erum fyrst og fremst að leita eft­ir svör­um um fram­lag líf­eyr­is­sjóðanna, við vilj­um að ákveðnum skil­yrðum sé full­nægt þannig að hags­muna þeirra sem fé eiga í sjóðunum sé gætt.“ Aðspurður hvort tíðinda væri að vænta sagðist Ögmund­ur ekki geta sagt til um það, „en ég held að menn hugsi í mín­út­um og klukku­stund­um. Við höf­um í fartesk­inu op­inn huga og mjög mik­inn vel­vilja.“

Ei­rík­ur Jóns­son hafði svipað að segja fjöl­miðlum. „Í mín­um huga vant­ar svör frá fjár­mála­kerf­inu í land­inu og hvað bank­ar og fjár­mála­stofn­an­ir ætla að gera,“ sagði Ei­rík­ur.

Stuttu eft­ir að fund­in­um lauk komu í Ráðherra­bú­staðinn Glitn­is­menn, þeir Lár­us Weld­ing og Þor­steinn Már Bald­vins­son auk Óskars Magnús­son­ar, og skömmu síðar ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka