Össur: Get gengið að öllu því sem gott er

Frá fundi ráðherra og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í …
Frá fundi ráðherra og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær, mbl.is/Brynjar Gauti

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði er hann var spurður að því hvort hugsanlegt væri að ríkisstjórnin gæti gengið að kröfum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu að að hann gæti á þessari stundu aðeins svarað fyrir sjálfan sig og hann geti gengið að öllu því sem gott er. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Össur sagði afstöðu sína til aðildar að ESB ekki vera neitt leyndarmál en að hann geti ekki tjáð sig um það sem sé til umræðu í viðræðum ríkisstjórnarinnar við fulltrúa fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vinnumarkaðarins. 

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði við Stöð 2 að hann og Sigurður Einarsson, forstjóri bankans, hefðu verið kallaðir til fundar til að ræða hvað bankinn gæti lagt til aðgerðaáætlunarinnar. Rætt hefur verið um að íslensku bankarnir selji eignir í útlöndum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Hreiðar Már lagði áherslu á að ekki væri verið að ræða um að íslensk stjórnvöld komi Kaupþingi til bjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert