Gestkvæmt er áfram í Ráðherrabústaðnum þar sem fundahöld hafa staðið yfir frá því klukkan 9 í morgun. Nú laust eftir klukkan 14 komu Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, af fundi með ráðherrum.
Enginn vildi tjá sig við fréttamenn, sem bíða fyrir utan húsið.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar samtaka vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða komi til fundar við ráðherra nú síðdegis.