Siv Friðleifsdóttir formaður þingflokks Framsóknarmanna velferðarnefndarinnar Norðurlandaráðs, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun að hún telji að Íslendingar verði varkárari í fjárfestingum í kjölfar þeirra atburða sem nú séu að verða í íslensku efnahagslífi og að þar með muni þáttur kvenlegra gilda aukast.
Siv sagðist ekki telja að hömlur í viðskiptum muni aukast en að varkárni muni hins vegar gera það og þar komi kvenlegu gildin inn.