Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sagði þegar hann kom af fundi í Ráðherrabústaðnum nú um klukkan 15, að unnið væri hörðum höndum að aðgerðaáætlun vegna fjármálakreppunnar og hann vissi ekki annað en að það gengi prýðilega.
Hann sagðist aðspurður vera sannfærður um að menn kæmu með hluti, sem væru bestir í þeirri stöðu sem uppi er nú. Að öðru leyti vísaði hann á Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sem setið hefur á fundum í Ráðherrabústaðnum frá því klukkan 9 í morgun.