Árétting frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkkynningu þar sem áréttað er að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.

Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja samanber 9. gr. laga um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.“

Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert