Laugarneskirkja mun bjóða upp á hagnýt fræðslukvöld undir kjörorðinu Hagkvæmur rekstur og heimasæla fimm þriðjudagskvöld en þar verður fjallað er um aðferðir til að lifa spart en vel.
Hefjast kvöldin klukkan átta með kvöldsöng en síðan mun sr. Bjarni Karlsson flytja uppörvunarorð úr Biblíunni og leiðir bæn. Klukkan 20:40 hefst síðan fjölbreytt fræðsla sem standa mun til kl. 22:00.
Á fyrsta kvöldinu mun Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari gefa hollar og hagkvæmar uppskriftir að mat auk þess sem hún fjallar um geymslu og nýtingu matvæla. Síðar verður síðan boðið upp á kennslu í heimilisbókhaldi og aðferðum til að halda útlátum í skefjum. Þátttaka í námskeiðunum er ókeypis.