Ekkert annað að gera en lágmarka skaðann

Geir H. Haarde mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.
Geir H. Haarde mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

„Það er ekkert annað að gera en að lágmarka skaðann," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í umræðu á Alþingi um víðtækar heimildir til að endurskipuleggja fjármáalakerfið.

Hann sagði að margir yrðu að sæta ábyrgð, siðferðislegri, viðskiptalegri og pólitískri ábyrgð. „Hafa aðrir á sama tíma verið að hirða fjármuni og koma þeim fyrir á fjarlægum eyjum?" spurði Steingrímur og bætti við, að reyna ætti að sækja þá fjármuni. „Við eigum að gera allt til þess, að tjón almennings verði sem minnst og hinir sem ábyrgðina bera sæti henni," sagði Steingrímur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka