Enn andarnefjur á Pollinum

Að minnsta kosti tvær and­ar­nefj­ur eru enn á Poll­in­um við Ak­ur­eyri. Skip­stjóri rann­sókn­ar­báts­ins Ein­ars í Nesi sá fimm dýr á leið út úr Eyjaf­irðinum í gær og taldi það and­ar­nefj­urn­ar sem hafa verið á Poll­in­um, en blaðamaður Morg­un­blaðsins sá tvær með eig­in aug­um í há­deg­inu. 

Eft­ir að dýr­anna fimm varð vart í gær á leið til hafs var gert ráð fyr­ir því að þar væri um að ræða „Ak­ur­eyr­ing­ana“ en svo virðist ekki vera, a.m.k. ekki alla. Einn starfs­manna Rík­is­út­varps­ins sem blaðamaður ræddi við taldi sig meira að segja hafa séð all­ar fimm and­ar­nefj­urn­ar í morg­un. Starfs­stöð RÚV er steinsnar frá sjón­um og gott út­sýni þaðan yfir Poll­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert