Jóhanna Sigurðarsdóttir, félagsmálaráðherra er byrjuð að undirbúa að setja á stofn samræmda þjónustumiðstöð um ráðgjöf og þjónustu við þá sem fara verst út úr þeim fjármálahamförum, sem nú ganga yfir, og horfa framan í mestu erfiðleikana.
Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í umræðum á Alþingi um frumvarp um neyðaraðgerðir í fjármálum.
„Ég er sannfærður um að þessar heimildir þarf ekki að nota í öllum tilfellum og hef ástæðu til að ætla að sumir bankarnir nái að rífa sig gegnum storminn," sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, í umræðum um frumvarp um neyðaraðgerðir í fjármálum.
Hann sagði að frumvarpið gerði ráð fyrir mjög víðtækum heimildum til að endurskipuleggja bankakerfið og hafa einnig heimildir til að bregðast við ef ástandið versnar enn frekar og tryggja að greiðslukerfið frjósi ekki.