Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ávarpa þjóðina klukkan 16 í dag og verður ávarpinu útvarpað og sjónvarpað. Hægt verður að fylgjast með því á mbl.is. Alþingi verður kallað saman eftir ávarp Geirs en ekki stóð til að hafa þingfundi í dag vegna þingflokksfunda, sem voru boðaðir klukkan 15.
Forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson, staðgengill utanríkisráðherra, hittu formenn stjórnarandstöðuflokkanna klukkan 13 í dag. Geir mun halda blaðamannafund í Alþingishúsinu klukkan sex. Aðrir ráðherrar og fulltrúar stjórnvalda verða þar einnig til svara.