Forsætisráðherra flytur ávarp

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, mun ávarpa þjóðina klukk­an 16 í dag og verður ávarp­inu út­varpað og sjón­varpað. Hægt verður að fylgj­ast með því á mbl.is. Alþingi verður kallað sam­an eft­ir ávarp Geirs  en ekki stóð til að hafa þing­fundi í dag vegna þing­flokks­funda, sem voru boðaðir klukk­an 15.

For­sæt­is­ráðherra og Össur Skarp­héðins­son, staðgeng­ill ut­an­rík­is­ráðherra, hittu for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna klukk­an 13 í dag. Geir mun halda  blaðamanna­fund í  Alþing­is­hús­inu klukk­an sex. Aðrir ráðherr­ar og full­trú­ar stjórn­valda verða þar einnig til svara. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert