Fundi lauk á þriðja tímanum í nótt

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Fundi fjögurra íslenskra ráðherra, Fjármálaeftirlitsins og ráðgjafa frá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan lauk á þriðja tímanum í nótt.

RÚV hafði í morgun eftir viðskiptaráðherra eftir fundinn að drög að aðgerðaáætlun væru langt komin. Óvíst væri hvort viðskipti hæfust með hluti í viðskiptabönkunum í kauphöllinni við opnun.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði ennfremur að ekki væri útilokað að yfirlýsing yrði gefin út með morgninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka