Fundi lauk á þriðja tímanum í nótt

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Fundi fjög­urra ís­lenskra ráðherra, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og ráðgjafa frá banda­ríska fjár­fest­inga­bank­an­um JP Morg­an lauk á þriðja tím­an­um í nótt.

RÚV hafði í morg­un eft­ir viðskiptaráðherra eft­ir fund­inn að drög að aðgerðaáætl­un væru langt kom­in. Óvíst væri hvort viðskipti hæf­ust með hluti í viðskipta­bönk­un­um í kaup­höll­inni við opn­un.

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra sagði enn­frem­ur að ekki væri úti­lokað að yf­ir­lýs­ing yrði gef­in út með morgn­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert