Geir: Staðan mjög alvarleg

Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í gær
Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í gær

Stutt­um rík­is­stjórn­ar­fundi er lokið í stjórn­ar­ráðinu og að fundi lokn­um vildi Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, lítið tjá sig um stöðu mála annað en að staðan væri mjög al­var­leg. Hann mun hitta stjórn­ar­and­stöðuna nú á fundi í húsa­kynn­um Alþing­is og for­svars­menn líf­eyr­is­sjóðanna klukk­an 11 í ráðherra­bú­staðnum í Tjarn­ar­götu.

Í nótt sendi rík­is­stjórn­in frá sér eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu:

„Rík­is­stjórn Íslands árétt­ar að inn­stæður í inn­lend­um viðskipta­bönk­um og spari­sjóðum og úti­bú­um þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.

Með inn­stæðum er átt við all­ar inn­stæður al­mennra spari­fjár­eig­enda og fyr­ir­tækja sem trygg­ing inn­stæðudeild­ar Trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda tek­ur til."

Þetta þýðir að rík­is­sjóður trygg­ir all­ar inni­stæður spari­fjár­eig­enda sem falla und­ir skil­grein­ingu inni­stæðudeild­ar Trygg­inga­sjóðsins og þær fjár­hæðir sem eru hærri en trygg­inga­sjóður trygg­ir með form­leg­um hætti sam­kvæmt lag­ana hljóðan mun rík­is­sjóður tryggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert