Lífeyrissjóðir vilja skýr svör

Lífeyrissjóðirnir vilja fá frekari svör áður en aðkoma þeirra að lausn efnahagskreppunnar verður tryggð. Engir fjármunir verða fluttir heim fyrr en skýr svör fast um aðkomu bankanna og þær tryggingar sem ríkið leggur fram.

Forsvarsmenn sjóðanna telja sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar skuldbindingar ríkisins og greiðslustöðu fjármálafyrirtækjanna til að hægt sé að taka slíka ákvörðun en fundir standa yfir með fjármálaráðherra. 

Forsvarsmennirnir telja að nauðsynlegar upplýsingar hafi ekki legið ekki á lausu og sérlega ekki frá fjármálafyrirtækjum en auk þess þurfi stjórnvöld að gefa skýrari svör.    

Ögmundur Jónasson varaformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir þetta ekki spurningu um mínútur, vilji sjóðanna standi til þess að koma að málum á uppbyggilegan hátt og hann vonist eftir að málin skýrist í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert