Ný lög um fjármálamarkaði

Guðni Ágústsson krafðist þess að Geir H. Haarde væri í …
Guðni Ágústsson krafðist þess að Geir H. Haarde væri í þingsalnum þegar hann flutti ræðu um neyðarlagafrumvarpið. mbl.is/Golli

Frum­varp um fjár­mála­markaði var samþykkt sem lög frá Alþingi seint í kvöld þegar klukk­an var tutt­ugu mín­út­ur geng­in í tólf. 62 þing­menn af 63 voru viðstadd­ir en mjög óvana­legt er að svo marg­ir séu við at­kvæðagreiðslu. Lög­in taka gildi um leið og þau hafa verið birt í Stjórn­artíðind­um.

50 þing­menn stjórn­ar­flokk­anna og Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu at­kvæði með lög­un­um í heild en fram­sókn­ar­menn sátu hjá í at­kvæðagreiðslu um nokk­ur ákvæði þeirra. Þing­menn Vinstri grænna og Frjáls­lynda flokks­ins sátu hjá.

Fjár­mála­eft­ir­litið fær, sam­kvæmt lög­un­um, afar víðtæk­ar heim­ild­ir til að grípa inn í rekst­ur fjár­mála­fyr­ir­tækja. Get­ur stofn­un­in gripið til sér­stakra ráðstaf­ana telji það þörf á vegna sér­stakra aðstæðna eða at­vika, í því skyni að tak­marka tjón eða hættu á tjóni á fjár­mála­markaði.

Þær sér­stöku aðstæður eða at­vik, sem till­greind eru í lög­un­um, eru sér­stak­ir fjár­hags- og/​eða rekstr­ar­erfiðleika hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki, m.a. lík­ur á að það geti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart viðskipta­vin­um eða kröfu­höf­um, for­send­ur aft­ur­köll­un­ar starfs­leyf­is séu lík­lega fyr­ir hendi eða lík­ur standi til að það geti ekki upp­fyllt kröf­ur um lág­marks eigið fé og að önn­ur úrræði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins séu ekki lík­leg til þess að bera ár­ang­ur.

Þá er er m.a. átt við ef fjár­mála­fyr­ir­tæki hef­ur óskað eft­ir eða fengið heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar eða nauðasamn­inga eða óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um eða verið úr­sk­urðað gjaldþrota.

Við þess­ar aðstæður get­ur Fjár­mála­eft­ir­litið boðað til hlut­hafa­fund­ar eða fund­ar stofn­fjár­eig­enda. Full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins skal stýra fundi og hef­ur hann mál­frelsi og til­lögu­rétt. Fjár­mála­eft­ir­litið er við þess­ar aðstæður ekki bundið af ákvæðum hluta­fé­lagalaga eða samþykkta fjár­mála­fyr­ir­tæk­is um fund­ar­boðun, fresti til fund­ar­boðunar eða til­lögu­gerðar til breyt­inga á samþykkt­um.

Séu aðstæður mjög knýj­andi get­ur Fjár­mála­eft­ir­litið tekið yfir vald hlut­hafa­fund­ar eða fund­ar stofn­fjár­eig­enda í því skyni að taka ákv­arðanir um nauðsyn­leg­ar aðgerðir, m.a. tak­markað ákvörðun­ar­vald stjórn­ar, vikið stjórn frá að hluta til eða í heild sinni, tekið yfir eign­ir, rétt­indi og skyld­ur fjár­mála­fyr­ir­tæk­is í heild eða að hluta eða ráðstafað slíku fyr­ir­tæki í heild eða að hluta meðal ann­ars með samruna þess við annað fyr­ir­tæki. 

Hafi ákvörðun verið tek­in um að víkja stjórn fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins frá er Fjár­mála­eft­ir­lit­inu heim­ilt, að skipa því fimm manna skila­nefnd sem fari með all­ar heim­ild­ir stjórn­ar sam­kvæmt ákvæðum hluta­fé­lagalaga. 

Verði það niðurstaða Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að samruni viðkom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is við annað tryggi best þá hags­muni sem í húfi eru, gilda ákvæði sam­keppn­islaga og samruna­ákvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki ekki um samrun­ann.

Ef nauðsyn kref­ur get­ur Fjár­mála­eft­ir­litið tak­markað eða bannað ráðstöf­un fjár­muna og eigna fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er heim­ilt að taka í sín­ar vörsl­ur þær eign­ir sem mæta eiga skuld­bind­ing­um fjár­mála­fyr­ir­tæk­is og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfall­inna krafna eft­ir því sem þörf kref­ur. Þá er Fjár­mála­eft­ir­lit­inu heim­ilt að rifta sölu eigna sem átt hef­ur sér stað allt að mánuði áður en Fjár­mála­eft­ir­litið greip til sér­stakra ráðstaf­ana sam­kvæmt þess­ari grein.

Fjár­mála­eft­ir­litið get­ur kraf­ist þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki sæki um greiðslu­stöðvun eða leiti heim­ild­ar til nauðasamn­inga í sam­ræmi við ákvæði laga um gjaldþrota­skipti  ef það er talið nauðsyn­leg­ur liður í að leysa úr fjár­hags- eða rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins. Val fyr­ir­tæk­is á aðstoðar­manni við greiðslu­stöðvun skal staðfest af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Fjár­mála­eft­ir­litið get­ur jafn­framt kraf­ist þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki verði tekið til gjaldþrota­skipta í sam­ræmi við ákvæði laga um gjaldþrota­skipti.

For­stjóri, starfs­menn og stjórn­ar­menn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eru ekki skaðabóta­skyld­ir vegna ákv­arðana og fram­kvæmd­ar sam­kvæmt lög­un­um. Þá er tekið fram, að rík­is­sjóður beri ábyrgð á kostnaði af fram­kvæmd aðgerða Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á grund­velli lag­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert