Skilorðsbundið fangelsi fyrir kjaftshögg

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt karl­mann í mánaðar skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að slá ann­an mann hnefa­höggi í and­litið utan við Drauga­bar­inn á Stokks­eyri með þeim af­leiðing­um að tönn brotnaði.

Þetta gerðist í nóv­em­ber í fyrra. Maður­inn játaði brotið. Hann var einnig dæmd­ur til að greiða sak­ar­kostnað, tæp­lega 84 þúsund krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert