Mögulegt lán frá Rússum er eingöngu ætlað til þess að efla gjaldeyrisvaraforðann en ekki til endurlána eitthvað annað. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknar. Geir sagði ekki standa til að nota lánsféð í lánastarfsemi eða framkvæmdir heldur væri verið að byggja upp viðbúnaðinn í landinu.
Guðni spurði Geir líka hvort ekki ætti að senda Vladimír Pútín skeyti til að þakka honum fyrir velviljann. Geir svaraði því til að vel mætti senda honum skeyti enda ætti hann afmæli í dag, og uppskar þá hlátur þingmanna.