Allra augu á Íslandi

Það er nán­ast sama hvar borið er niður í heim­spress­unni: Alls staðar er mikið fjallað um inn­grip ís­lenska rík­is­ins í þá stöðu sem upp er kom­in á ís­lenska hluta­bréfa­markaðnum.

Vikið er að þeirri ákvörðun rík­is­ins í breska dag­blaðinu Daily Tel­egraph að loka fyr­ir viðskipti með bréf í sex bönk­um lands­ins, sem sé „mesta ógn­in gagn­vart pen­inga­legu sjálf­stæði nokk­urs rík­is frá því láns­fjár­krepp­an kom upp fyr­ir fjór­tán mánuðum“.

Vitn­ar blaðið til þeirra orða Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra að lík­ur séu á að bresk smá­sölu­fyr­ir­tæki verði fyr­ir áhrif­um af rösk­un­um í rekstri Kaupþings.

Breska rík­is­út­varpið, BBC, fjall­ar ít­ar­lega um fall ís­lenska hluta­bréfa­markaðar­ins í frétta­skýr­ingu um Ísland, Bret­land, Dan­mörk, Írland, Belg­íu, Þýska­land, Grikk­land og hvernig rík­is­stjórn­ir þess­ara ríkja hafi brugðist við efna­hags­dýf­unni.

Er þar haft eft­ir Geir að neyðarlög­in séu liður í að forða Íslandi frá þjóðar­gjaldþroti.

Al­mennt má segja að bresku blöðin fylg­ist náið með þró­un­inni hér.

Fylgj­ast með eign­um á Íslandi

Á vef Mar­ket Watch er vikið að hluta­bréfaláni nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans Car­negie í ís­lensk­um krón­um, sem sé tryggt með ís­lensk­um rík­is­skulda­bréf­um.

Þá ger­ir sænska fjár­mála­eft­ir­litið ráð fyr­ir að ís­lenska ríkið muni koma Kaupþingi til bjarg­ar, ger­ist þess þörf, líkt og gert var með Glitni á dög­un­um, að því er kem­ur fram á vef dag­blaðsins Dagens Industri.

Hef­ur eft­ir­litið skoðað hve áhætta sænska fjár­mála­kerf­is­ins er mik­il vegna ástands­ins hér á landi. Seg­ir Masih Yazdi, áhættu­grein­ir hjá fjár­mála­eft­ir­lit­inu sænska, að eft­ir­litið hafi ekki áhyggj­ur af sænsk­um dótt­ur­fé­lög­um Glitn­is og Kaupþings.

Stór­fyr­ir­tækið Cent­ury Alum­in­um, móður­fé­lag Norðuráls, sér ástæðu til að gefa út yf­ir­lýs­ingu um að fjár­mögn­un um­svifa fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi sé tryggð og að ástandið á mörkuðum hér hafi eng­in áhrif á upp­bygg­ingu ál­vers­ins í Helgu­vík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert