Bankar verða opnaðir

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Allir bankar verða opnaðir í dag eins og venjulega, að því er haft er eftir Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Fjármálaeftirlitið átti í nótt fundi með ráðamönnum viðskiptabankanna og munu á næstunni fara yfir stöðu þeirra.

Haft var eftir Björgvin í fréttum RÚV í gær að hann teldi hugsanlegt að ríkið yfirtæki banka í nótt eða nú í morgun, samkvæmt ákvæðum neyðarlaganna sem Alþingi samþykkti undir miðnættið í gær.

Ákveðið verði nú með morgninum hvort viðskipti með hlutabréf í bönkunum hefjist í kauphöllinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert