Bankar verða opnaðir

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

All­ir bank­ar verða opnaðir í dag eins og venju­lega, að því er haft er eft­ir Björg­vin G. Sig­urðssyni viðskiptaráðherra. Fjár­mála­eft­ir­litið átti í nótt fundi með ráðamönn­um viðskipta­bank­anna og munu á næst­unni fara yfir stöðu þeirra.

Haft var eft­ir Björg­vin í frétt­um RÚV í gær að hann teldi hugs­an­legt að ríkið yf­ir­tæki banka í nótt eða nú í morg­un, sam­kvæmt ákvæðum neyðarlag­anna sem Alþingi samþykkti und­ir miðnættið í gær.

Ákveðið verði nú með morgn­in­um hvort viðskipti með hluta­bréf í bönk­un­um hefj­ist í kaup­höll­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert