„Við bjóðum til sölu föt sem hafa gleymst hjá okkur og hafa aldrei verið sótt,“ segir Kolbrún Ýr Jónasdóttir rekstrarstjóri Hressingarskálans um basar sem haldin verður á staðnum í kvöld milli klukkan sjö og tíu.
Kolbrún segir hverja flík verða selda á 500 til 1500 krónur og því sé hægt að gera á basarnum góð kaup.
Hluti ágóðans rennur til nýstofnaðra samtaka; Dýrahjálpar. „Við erum stolt af því að styrkja þessi góðu samtök en markmið þeirra er að finna dýrum sem annars væri lógað ný heimili.“