Norðmenn fylgjast grannt með

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Reuters

Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, hafði í kvöld sam­band við Geir Haar­de, for­sæt­is­ráðherra Íslands, og ræddi við hann um efna­hags­ástandið á Íslandi. Stolten­berg sagði að Norðmenn fylgd­ust grannt með þróun þess­ara mála og það væri tákn­rænt fyr­ir náið og sögu­legt sam­band þjóðanna.

Stolten­berg seg­ir  að þeir Geir hafi rætt sam­an í maí í vor en þá hafi staðan á Íslandi þegar verið orðin al­var­leg. Í kjöl­farið á því hafi ís­lenski og norski seðlabank­inn gert gjald­eyr­is­skipta­samn­ing um aðgang að 500 milj­ón­um evra og Íslend­ing­ar gerðu einnig sams­kon­ar samn­inga við seðlabanka Dan­merk­ur og Svíþjóðar.

Stolte­berg seg­ir, að þessi samn­ing­ur hafi ekki verið virkjaður enn og Geir hafi ekki sagt að það væri aðkallandi að gera það nú. Hann hefði hins veg­ar lagt áherslu á, að þessi samn­ing­ur veitti ör­yggi þótt hann yrði ekki virkjaður.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert