Norðurál reiðubúið að flýta framkvæmdum

Frá vinnu við járnabindingar á framkvæmdasvæði álvers Norðuráls í Helguvík
Frá vinnu við járnabindingar á framkvæmdasvæði álvers Norðuráls í Helguvík Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að Norðurál sé reiðubúið til að flýta framkvæmdum í Helguvík ef orka fæst strax í næsta áfanga. Þetta kemur fram í viðtali við Árna á vef Víkurfrétta.

Þá segir Árni að tvö önnur stórverkefni eru í góðum undirbúningi. „Í síðustu viku gaf Skipulagsstofnun jákvætt álit sitt á umhverfismati vegna Kísilmálmverksmiðju í Helguvík, sem við höfum unnið að án mikilla yfirlýsinga í tvö ár. Lóðin er tilbúin. Hitt verkefnið er Gagnaverið á Vallarheiði sem gerir ráð fyrir að hefja starfsemi á þriðja ársfjórðungi næsta árs og undirbúningur vegna þess er að komast á fulla ferð. Orka á að vera trygg í gagnaverið en orku þarf að tryggja betur í 1. áfanga Kísilmálmverksmiðjunnar.

Meðan á framkvæmdum þessum stendur við þessi þrjú verkefni næstu ár skapast yfir 1100 störf á byggingartíma og í framhaldinu skapast um 500 störf í verunum sjálfum með um 1200 störfum til viðbótar vegna hliðaráhrifa,“ að sögn Árna í samtali við Víkurfréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert