Ný eining sér um innlenda starfsemi Landsbankans

Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í …
Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Iðnó í dag. mbl.is/Árni Torfason

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að gert sé ráð fyrir að ný eining verði mynduð um innlenda starfsemi Landsbankans en erlenda starfsemin verði áfram í gamla bankanum. Geir segir of snemmt að segja til um hvort Landsbankinn verði skráður af hlutabréfamarkaði hér á landi.

Geir sagði á blaðamannafundi í dag, að Landsbankinn starfaði eðlilega á Íslandi í dag. Það væri hins vegar undir Fjármálaeftirlitinu komið hvenær starfsemi Icesave, netbanka Landsbankans í Bretlandi, hefjist að nýju og með hvaða hætti.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagðist telja, að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og Landsbankans hefðu unnið talsvert afrek í nótt um að koma þessum málum svona fyrir í samkomulagi og ekki hefði þurft til þrots eða alvarlegri atburða að koma.

Björgvin sagði ljóst, að eigendur Landsbankans myndu tapa sínum hlut vegna þess að þeir hefðu framselt bankann til Fjármálaeftirlitsins. Hann sagði hins vegar að nú verði greitt úr þvögunni og allri innlendri starfsemi yrði safnað í nýtt félag sem ríkið á.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka