Ölgerðin mun frá og með deginum í dag lækka verð á öllum innfluttum mat og sérvörum um 6-9%. Segist fyrirtækið gera þetta beinlínis í þeim tilgangi að leggja yfirvöldum og þjóðinni lið við að ná niður verðbólgu í landinu.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að sStöðug gengislækkun að undanförnu hafi þrýst mikið á verðhækkanir á innfluttum vörum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær um að festa gengið, sé stigið skref sem Ölgerðin vilji styðja með skýrum hætti.
Um er að ræða vörur á borð við Nestlé barnamat, Merrild kaffi, Neutral þvottaefni, Lambi salernispappír, gæludýrafóður, brauðvörur, sokkabuxur, Homeblest kex og Weetos morgunkorni.
Fyrirtækið segir að nýlega hafi verið send út tilkynning um hækkun á framleiðsluvörum Ölgerðarinnar sem á að taka gildi 10. október. Ölgerðin segist munu endurskoða verð á þeim vörum ef tilkostnaður lækkar.