Samtök foreldra og uppkominna eineltisbarna

Hagsmunasamtökin Liðsmenn Jerico, landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda, voru formlega stofnuð í gær í þeim tilgangi að uppræta einelti í þjóðfélaginu.

Ingibjörg Baldursdóttir var kjörin formaður samtakanna. Hún segir að tilgangurinn sé að vinna að því að uppræta einelti í þjóðfélaginu. Félagsmenn ætli sér að vera sýnilegir og opna vefsíðu á næstu dögum.

Til að byrja með eru samtökin með aðstöðu hjá Regnbogabörnum í Hafnarfirði en ætlunin er að opna eigin aðstöðu þar sem hægt verður að taka á móti fólki og veita því ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert