Sjóðurinn taki bæði yfir innlendu og erlendu lánin

Frá Alþingi í gær.
Frá Alþingi í gær. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

„Þar sem við þurfum að fara inn í lánastofnanir og yfirtaka lán – nú vitum við ekkert hvaða lánastofnanir það verða sem lenda í gjaldþroti – þá tökum við bæði yfir innlendu og erlendu lánin,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra spurð út í stöðu og hlutverk Íbúðalánasjóðs í þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að taka á þeim alvarlega efnahagsvanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir.

„Síðan förum við yfir þetta og sjáum hvernig við getum bjargað þeim heimilum sem verst standa í því efni,“ segir Jóhanna og bætir við að það eigi eftir að skoða það á hvaða verði umrædd lán verði yfirtekin frá bönkunum. Ekkert liggi fyrir um slíkt á þessari stundu.

„Við þurfum örugglega að fara út í víðtækari heimildir en Íbúðalánasjóður hefur nú, til að hjálpa fólki sem er í miklum greiðsluerfiðleikum. Við erum að tala um greiðsluaðlögun, sem hjálpar fólki sem ekkert blasir við annað en gjaldþrot,“ segir Jóhanna og bætir við að þetta sé nauðsynleg aðgerð sem ætlað sé að „koma í veg fyrir að það verði gengið að heimilunum út af þeirri stöðu sem bankarnir og lánastofnanir eru komnar í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert