Skuldum vafin þjóð með „sterkar stoðir“

Friðrik Tryggvason

Heildarskuldir fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi í erlendri mynt nema tæplega 2.800 milljörðum íslenskra króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Á hvern íbúa nema skuldirnar 8,6 milljónum króna í erlendri mynt eingöngu.

Með þessum tölum er aðeins átt við skuldir hér á landi en ekki skuldir íslenskra fyrirtækja og einstaklinga við erlendar fjármálastofnanir.

Engin önnur þjóð í heiminum skuldar eins mikið í annarri en þjóðarmynt miðað við höfðatölu.

Vegna mikillar veikingar krónunnar undanfarnar sex vikur, sem nemur rúmlega 20 prósentum, hafa skuldirnar aukist um rúmlega 400 milljarða króna.

Óyfirstíganlegt?

Eignirnar duga ekki

Ein birtingarmynd þess alþjóðlega vanda sem nú blasir við er sú að erfitt – eða næstum ómögulegt – er að koma eignum í verð. Í ljósi nýjustu atburða, það er hamfara á fjármálamörkuðum, er ljóst að skuldabaggi þjóðarinnar verður henni þungbær í nánustu framtíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert