Stór biti fyrir ríkissjóð

mbl.is

Með því að ábyrgjast öll innlend innlán í íslensku bönkunum gekkst ríkið í ábyrgð fyrir um 1.400 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Það er um 100 milljörðum meira en verg landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Fari íslenskir viðskiptabankar í þrot munu tæp 99 prósent íslenskra innlána lenda beint á ríkissjóði, þar sem fjármunir tryggingasjóðs hrökkva ekki fyrir nema 1,35 prósentum innlána.

Ábyrgjast öll innlán

„Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ríkið ábyrgist öll innlán allra Íslendinga í öllum íslenskum bönkum. Þá er mikilvæg breyting falin í lagafrumvarpinu að innlán sparifjáreigenda verði forgangskröfur komi til gjaldþrots.“ Hann vildi ekki samþykkja að það yrði of stór biti fyrir íslenska ríkið, heldur benti á að ríkissjóður yrði á móti einn helsti kröfuhafi í þrotabú banka, ef til gjaldþrotaskipta kæmi.

„Við megum ekki gleyma því að bankarnir eiga talsverðar eignir, þrátt fyrir lausafjárkreppuna sem þeir eru í núna. Innlánaábyrgð ríkisins væri því ekki algjörlega tapað fé.“ Hann sagði það mikilvægt að almenningur týndi ekki tiltrú á íslensku bankana, því það versta sem gæti gerst væri að almennir sparifjáreigendur hópuðust í bankana til að taka út spariféð sitt.

Munu bjarga bönkunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert