Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. mbl.is/Einar Falur

Skagfirski fréttavefurinn feykir.is segir, að borið hafi á því síðustu daga að íbúar í Skagafirði taki peninga sína út úr bankastofnunum og leggi þá inn hjá innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga.

„Já við höfum aðeins fundið fyrir þvi að fólk sé að koma," staðfestir Geirmundur Valtýsson, forsvarsmaður bændaviðskipta hjá KS.

Innlánsvextir hjá KS eru 15,2 prósent á opnum reikningi en 6,8  auk verðtryggingar á lokaðri bók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert