Tveir tæknilegir ráðgjafar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru staddir hérlendis í gær. 24 stundir hafa fengið það staðfest að þeir hafi hitt fulltrúa Seðlabanka Íslands.
Ráðgjafarnir tveir eru sérhæfðir ráðgjafar um fjármálastöðugleika og hafa báðir komið til Íslands áður til að taka saman skýrslu um íslenskt fjármálakerfi.