Unnið að því að styrkja gengi krónunnar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórn og Seðlabankinn ynnu nú sameiginlega að því að styrkja gengi krónunnar og ná niður verðbólgu. Sagði Geir að þegar hefðu átt sér stað umtalsverð gjaldeyrisviðskipti á föstu gengi krónunnar og sagðist hann viss um, að þegar markaðsviðskipti hefjist með krónuna á ný muni hún verða umtalsvert sterkari en hún var fyrir helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka