Afþökkuðu fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Íslensk stjórn­völd afþökkuðu fjár­hags­lega aðstoð frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF) við lausn bankakrepp­unn­ar hér, að því er Reu­ters-frétta­stof­an hafði eft­ir ónafn­greind­um emb­ætt­is­manni eins G7-ríkj­anna, sam­taka sjö stærstu hag­kerfa heims, í gær.

Sagði hann Jap­ana hafa lagt til að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn aðstoðaði Íslend­inga. Íslend­ing­ar vildu hins veg­ar ekki biðja sjóðinn um pen­inga, enda vildu þeir ekki að það spyrðist út að landið þyrfti á slíkri fjár­hagsaðstoð að halda.

Davíð Odds­son seðlabanka­stjóri vék að sam­skipt­un­um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í viðtali við Kast­ljósið í gær, þar sem hann sagði fimm sér­fræðinga bank­ans nú veita seðlabank­an­um aðstoð og ráðgjöf.

Minnti hann á að of­an­greind fjár­hagsaðstoð IMF væri skil­yrt og að með því að þiggja hana myndu stjórn­völd tíma­bundið af­sala sér stjórn eig­in pen­inga­mála. Þetta væri aðstoð til handa gjaldþrota ríkj­um og Ísland væri ekki gjaldþrota. baldura@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert