Afþökkuðu fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Íslensk stjórnvöld afþökkuðu fjárhagslega aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) við lausn bankakreppunnar hér, að því er Reuters-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum embættismanni eins G7-ríkjanna, samtaka sjö stærstu hagkerfa heims, í gær.

Sagði hann Japana hafa lagt til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoðaði Íslendinga. Íslendingar vildu hins vegar ekki biðja sjóðinn um peninga, enda vildu þeir ekki að það spyrðist út að landið þyrfti á slíkri fjárhagsaðstoð að halda.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri vék að samskiptunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í viðtali við Kastljósið í gær, þar sem hann sagði fimm sérfræðinga bankans nú veita seðlabankanum aðstoð og ráðgjöf.

Minnti hann á að ofangreind fjárhagsaðstoð IMF væri skilyrt og að með því að þiggja hana myndu stjórnvöld tímabundið afsala sér stjórn eigin peningamála. Þetta væri aðstoð til handa gjaldþrota ríkjum og Ísland væri ekki gjaldþrota. baldura@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka