Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana

Akureyrarbær hefur velferð bæjarbúa að leiðarljósi.
Akureyrarbær hefur velferð bæjarbúa að leiðarljósi. mbl.is/Ómar

Bæjastjórn Akukreyrar  hefur tilkynnt að hún muni beita sér með öllum tiltækum ráðum fyrir því að hjól samfélagsins haldi áfram að snúast í  Akureyrarbæ  með velferð  bæjarbúa að leiðarljósi.

Í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnarinnar í gær segir: „Sveitarfélögin eru stór hluti af hagstjórninni í landinu og því ekki undanþegin þátttöku  í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru  til að halda samfélaginu gangandi.

Bæjarbúar eru fullvissaðir um að í því efni mun bæjarstjórn Akureyrar ekki skerast úr leik.           

Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru öflugar og vel í stakk búnar að taka á móti tímabundinni ágjöf. Samfélagið okkar er sterkt og saman  munum við komast  í gegnum þennan brimskafl."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert