Eignir Landsbanka standi undir Icesave

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ríkisstjórn Íslands meti mikils að bresk stjórnvöld hyggist tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.  Góðar líkur séu á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 

„Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.

Ríkisstjórnir landanna meta nú stöðuna og leita að viðunandi lausn fyrir alla aðila.

Með breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta eru innstæður gerðar að forgangskröfum ef kemur til skiptameðferðar. Góðar líkur eru á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.

Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.

Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að láta ekki núverandi stöðu á fjármálamörkuðum skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands."

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að íslensk stjórnvöld hefðu sagt sér í gærkvöldu að þau myndu ekki standa við skuldbindingar um að tryggja hluta innlána á Icesave reikningum. Þá sagði Gordon Brown, forsætisráðherra, að höfðað yrði mál gegn Íslandi til að innheimta  féð ef  með þyrfti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert