Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti

Í viðtali við fréttavef Aftenposten í Noregi í gær segir Geir H. Haarde forsætisráðherra að ekki sé lengur hætta á að íslenska ríkið verði gjaldþrota. Þeirri hættu hafi verið afstýrt með því, að ríkið taki ekki ábyrgð á erlendum skuldum íslensku viðskiptabankanna.

Þá er ennfremur haft eftir Geir, að hann telji að Ísland muni komast úr bankakreppunni án aðstoðar frá Norðurlöndunum.

Frétt Aftenposten má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert