Erlendir fjölmiðlar streyma til landsins

Miðbæjarskólinn er notaður undir blaðamannamiðstöð.
Miðbæjarskólinn er notaður undir blaðamannamiðstöð. mbl.is/Júlíus

Er­lend­ir frétta­menn streyma nú til lands­ins og hafa stjórn­völd komið upp sér­stakri blaðamannamiðstöð fyr­ir þá í Miðbæj­ar­skól­an­um við Tjörn­ina í Reykja­vík.

Urður Gunn­ars­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins starfar við miðstöðina og sagði hún að fjöldi blaðamanna væri orðinn svo mik­ill að bæði hefði þurft að flytja blaðamanna­fundi í stærra hús­næði í Iðnó og að veita er­lendu blaðamönn­un­um lág­marksaðstöðu með aðgangi að neti og upp­lýs­ing­um.

„Þeir eru flest­ir frá Norður­lönd­un­um og Bretlandi," sagði Urður í sam­tali við mbl.is en bætti því við að er­lendu frétta­menn­irn­ir kæmu einnig frá Banda­ríkj­un­um, Rússlandi, Frakklandi og fleiri Evr­ópu­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert