Fólk geymi ekki stóraukin verðmæti á heimilum sínum

Ásókn í öryggishólf hefur aukist.
Ásókn í öryggishólf hefur aukist.

Öryggismiðstöðin hvetur fólk að forðast í lengstu lög að geyma stóraukin verðmæti á heimilum sínum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að sala á verðmætaskápum fyrir heimili hafi tekið mikinn kipp að undanförnu.

Fram kemur að birgðir þar séu nánast á þrotum og ljóst að í því árferði sem nú ríki hefur fjöldi einstaklinga kosið að geyma stóraukin verðmæti á heimilum sínum. 

„Við viljum hvetja fólk til að forðast í lengstu lög að grípa til slíkra ráðstafana.  Slíkt getur auðveldlega leitt til þess að heimili verði talin enn ákjósanlegri vettvangur fyrir innbrot en þegar er.  Jafnframt teljum við rétt að benda fólki á að mjög varasamt getur verið að taka háar fjárhæðir út af bankareikningum og bera á sér lausafé.  Óprúttnir aðilar geta auðveldlega fylgst með viðskiptavinum og séð ef um háar úttektir er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert