Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist hafa í gær talað við alla hina forsætisráðherra Norðurlandanna í gær og sagt þeim frá stöðu mála hér á landi. Þá hefðu aðrir ráðherrar hringt í sína kollega á hinum Norðurlöndunum.
Geir sagði, að ýmsir erfiðleikar hefðu verið í bankakerfi hinna landanna. Munurinn á Íslandi og hinum löndunum væri hins vegar hve íslenska bankakerfið væri stórt í hlutfalli við landsframleiðslu Íslands.