Nýbakaðir íslenskir feður notfæra sér í miklum mæli þann kost að taka feðraorlof, samkvæmt Norrænum hagtölum eru gefnar út af Norrænu ráðherranefndinni og koma út í dag. Árið 2007 tóku þeir 33 prósent af öllu barneignaorlofi á Íslandi, sem er met og langhæsta hlutfall á Norðurlöndum.
Fram kemur í frétt frá Norðurlandaráði ogNorrænu ráðherranefndinni að mögulega sé þátttaka karla á þessu sviði ein af ástæðum þess að á Íslandi fæðast flest börn á öðrum Norðurlöndum.
Íslenskar konur eignast að meðaltali 2,1 barn, en finnskar og sænskar konur eignast fæst börn á Norðurlöndum, eða að meðaltali 1,8.