Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær aukaframlag

Kristján Möller
Kristján Möller

Samgönguráðherra, Kristján Möller, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun svokallaðs aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Alls munu 1.400 milljónir króna renna til sveitarfélaganna.

Framlögunum er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert