Krefjast þess að menn verði dregnir til ábyrgðar

Femín­ista­fé­lag Íslands krefst þess að vald­haf­ar lands­ins dragi hlutaðeig­andi til ábyrgðar vegna nú­ver­andi stöðu efna­hags­mála. Þá seg­ir fé­lagið ljóst að þeir karl­ar sem hingað til hafi haldið um stjórn­artaum­ana séu ekki hæf­ir til starf­ans.

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem fé­lagið hef­ur sent frá sér, en hún er eft­ir­far­andi:

„Ísland riðar á barmi gjaldþrots. Það er ljóst að hug­mynda­kerfi kapí­tal­ism­ans og frjáls­hyggj­unn­ar eru fall­inn. Staða Íslands og álf­unn­ar allr­ar sann­ar að ekk­ert hag­kerfi þolir óhefta þenslu. Það er einnig ljóst að þeir karl­ar sem hingað til hafa haldið um stjórn­artaum­ana eru ekki hæf­ir til starf­ans.

Fjar­vera kvenna í efna­hags­mál­um hef­ur lengi verið áber­andi, enda hafa áhersl­ur kvenna ekki þótt eft­ir­sókn­ar­verðar. Áhættumeðvit­und, áhersl­ur á lang­tíma­ávinn­ing og sam­fé­lags­leg­an ávinn­ing og gagn­sæi þóttu of hamlandi viðhorf á út­rás­ar­tíma. Karllæg áhættu­sækni, oft kennd við vík­inga, með skamm­tíma­ávinn­ing fyr­ir ein­stak­linga að mark­miði var það sem gilti. Þessi sömu gildi hafa nú valdið versta efna­hags­ástandi í manna minn­um.

Femín­ista­fé­lag Íslands krefst þess að vald­haf­ar lands­ins að dragi hlutaðeig­andi til ábyrgðar vegna nú­ver­andi stöðu efna­hags­mála. Til þess að raun­hæf lausn finn­ist á vand­an­um þarf að greina og fjalla um or­sak­irn­ar. Aðeins út­frá ít­ar­legri könn­un á or­sök og af­leiðingu er hægt að finna rétt svör.

Þörf­in fyr­ir að upp­fylla alþjóðasamn­inga um samþætt­ingu kynja­sjón­ar­miða hef­ur aldrei verið meiri. For­ræði hinna karllægu gilda með gróðasjón­ar­mið, fífldirfsku, eig­in­hags­muna­semi að leiðarljósi verður að linna enda eru þau kom­in í þrot. Sú upp­bygg­ing sem framund­an er verður að vera á for­send­um og for­ræði beggja kynja. Virk þátt­taka kvenna og kven­lægra gilda er for­senda þess að upp­bygg­ing­in geti orðið okk­ur öll­um og kom­andi kyn­slóðum til heilla.

Reynsl­an sýn­ir að þau ríki sem notið hafa leiðsagn­ar kvenna í upp­bygg­ingu eft­ir sam­fé­lags­legt hrun, standa bet­ur en önn­ur. Í ljósi of­an­greinds krefst Femín­ista­fé­lag Ísland  þess að stjórn­völd og þjóðin öll opni fyr­ir nýja hug­mynda­fræði, áhættumeðvitaða stjórn­un­ar­hætti og skipi nýtt fólk til stefnu­mót­un­ar, kon­ur jafnt sem karla.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert