Ríkisstjórn Íslands á fundi

Stjórnarráðshúsið.
Stjórnarráðshúsið.

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 15 en verður lokið fyrir klukkan 16 þegar Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heldur blaðamannafund í Iðnó. Samkvæmt heimildum mbl.is er ástandið þannig í þjóðfélaginu að nauðsynlegt þykir að ríkisstjórnin hittist oftar á fundum heldur en venjan er. Yfirleitt eru ríkisstjórnarfundir haldnir tvisvar í viku, á þriðjudags- og föstudagsmorgnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert