Rússar eru hissa á því að þarlend stjórnvöld ætli að veita Íslendingum evrulán, og mikið um málið fjallað í rússneksum fjölmiðlum, að því er fréttaritari RÚV í Moskvu sagði frá í hádegisfréttum.
Telji Rússar að auðkýfingurinn Roman Abromovich og annar ungur fjármálajöfur hafi lagt á ráðin um lánveitinguna.
Margir óttast að framundan sé hrun í rússnesku efnahagslífi, og segir viðskiptablað á forsíðu í dag „óreiða, skelfing og hrun“.
Það er ekki síst í ljósi þessa, sagði fréttaritari RÚV, sem margir Rússar eru undrandi á ákvörðuninni um evrulánið til Íslands.