Rússar sagðir hissa

Rúss­ar eru hissa á því að þarlend stjórn­völd ætli að veita Íslend­ing­um evrulán, og mikið um málið fjallað í rússneks­um fjöl­miðlum, að því er frétta­rit­ari RÚV í Moskvu sagði frá í há­deg­is­frétt­um.

Telji Rúss­ar að auðkýf­ing­ur­inn Rom­an Abromovich og ann­ar ung­ur fjár­mála­jöf­ur hafi lagt á ráðin um lán­veit­ing­una.

Marg­ir ótt­ast að framund­an sé hrun í rúss­nesku efna­hags­lífi, og seg­ir viðskipta­blað á forsíðu í dag „óreiða, skelf­ing og hrun“.

Það er ekki síst í ljósi þessa, sagði frétta­rit­ari RÚV, sem marg­ir Rúss­ar eru undr­andi á ákvörðun­inni um evrulánið til Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert