Útrás fyrir 450 evrur

Alexander Jóhannesson er á leið til Spánar í átján daga. Hann á þó aðeins 450 evrur til fararinnar en allur dagurinn í dag fór í að útvega gjaldeyri. Verðið á evrum var flöktandi en í loks dagsins voru þær víða uppseldar. Hann kvíðir ekki ferðinni þar sem hótelinu fylgir hálft fæði.

Mismunandi verð á evrum gerði það að verkum að hann vildi skoða málið vel í dag og þeyttist á milli útibúa. Þegar hann hafði gert upp hug sinn voru þær uppseldar, nema í útibúi Glitnis á Kirkjusandi en þar hefur verið örtröð fólks í allan dag að huga að sparifé og ýmiskonar sjóðum. Alexander fékk evruna þar fyrir eitthundrað þrjátíu og fimm krónur, sem var mun lægra verð en hinir bankarnir höfðu boðið svo það má segja að fyrirhöfnin hafi leitt eitthvað gott af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka