„Eins og að tapa landsvæði"

Þórólfur Matthíasson með Rögnu Garðarsdóttur og Björgvini G. Sigurðssyni
Þórólfur Matthíasson með Rögnu Garðarsdóttur og Björgvini G. Sigurðssyni mbl.is/Brynjar Gauti

Þórólfur Matthíasson prófessor segir ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hversu mikill samdráttur verður í landsframleiðslu á næstunni. Líklegt sé þó að sú staða sem nú sé uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar muni hafa áhrif á hagvöxt hér bæði á næsta ári og árunum þar á eftir. 

„Þegar seðlabankastjóra tókst að fella Kaupþing, tapaðist mikið fjármagn sem nú þarf að taka að láni annars staðar,” sagði Þórólfur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í morgun. „Þetta þýðir það að nú munu vaxtatekjur af þeim lánveitingum fara úr landi."  

Þá sagði hann ljóst að framleiðsluapparatið í landinu hafi minnkað mikið með hruni bankanna. „Það er í raun eins og fyrir land að tapa landsvæði í styrjöld að missa alþjóðlegu  fjármálastarfsemina. Það er einnig óljóst hvað gerist með vinnuaflið en mér skilst að þegar sé hafið mikið útstreymi af erlendu vinnuafli úr landi. Við eigum einnig eftir að sjá hvað verður um hálaunafólkið úr bönkunum en ég tel miklar líkur á að hluti þess muni fara úr landi. Við stöndum því líklega frammi fyrir því að bæði að fjármagn og vinnuafl muni dragast saman.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert