Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing

Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að harkalegar aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda þar hafi orðið Kaupþingi að falli. Hann segist hneykslaður ef rétt sé að Bretar hafi beitt sérstökum hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í gær. Íslensk stjórnvöld muni ekki sætta sig við að Íslendingar séu meðhöndlaðir eins og einhverjir hryðjuverkamenn. Þetta kemur fram í viðtali RÚV við forsætisráðherra.

Forsætisráðherra segir víðsfjarri að þjóðin sé komin á vonarvöl og hvetur fólk til að halda ró sinni. Hann biður fólk að taka innstæður sínar ekki út af bankareikningum. Þær séu fullkomlega tryggðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert